Flensborgarskólinn - Forsíða


Fréttir 16. janúar 2017
Flensborgarar til fyrirmyndar

NFF stóð fyrir Rave-dansleik nú í byrjun annar. Er þetta í fyrsta sinn sem nemendafélagið stendur fyrir nýársdansleik og er óhætt að segja að vel hafi tekist til. Um 300 Flensborgarar fögnuðu nýrri önn og skemmtu sér fram á nótt á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi. Rútur fluttu síðan nemendur heim í fjörðinn og er gaman að geta þess að bílstjórunum þótti sérstök ástæða til að hringja daginn eftir á skrifstofu skólans og hrósa unga fólkinu fyrir almenna kurteisi og prúðmennsku.

 

Áfram Flensborg.Til baka . . .

Flensborgarskólinn | Hringbraut 10 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 0400 | Fax 565 0491 | flensborg@flensborg.is