Flensborgarskólinn - Forsíða


Fréttir 1. febrúar 2017
Til lukku Sverrir!

Undankeppni fyrir val landsliðs framhaldsskólanna í líffræði fór fram 25. janúar sl.  
 
Þeir 15 nemendur sem flest stig hlutu í undankeppninni komast áfram í lokakeppni sem haldin verður í febrúar eða mars nk. Þá verður valið landslið fjögurra nemenda til þátttöku í Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í líffræði (IBO, International Biology Olympiad, http://www.ibo2017.org/) sem haldin verður í Warwick í Bretlandi í júlí 2017.  

180 nemendur úr átta skólum tóku þátt.

Einn fulltrúi okkar lenti í fjórða til fimmta sæti. Hann heitir Sverrir Kristinsson. Við þökkum honum og öllum hinum þátttökuna. Við óskum honum til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með! Til baka . . .

Flensborgarskólinn | Hringbraut 10 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 0400 | Fax 565 0491 | flensborg@flensborg.is