Flensborgarskólinn - Forsíða
Vorönn 2010

Fréttir 15. febrúar 2017
Undanúrslit Eðlisfræðikeppninnar
Undanúrslit Eðlisfræðikeppninnar fóru fram í Flensborg eins og 11 öðrum framhaldsskólum á landinu þriðjudaginn 14. febrúar. Þessi forkeppni var að mestu leyti úr námsefni EÐL103, svolítið úr EÐL203 en 2 dæmi af 24 voru úr EÐL303 ef miðað er við gömlu áfangaheitin. Átta núverandi og fyrrverandi nemendur í eðlisfræði tóku þátt í forkeppninni sem haldin var í tilraunastofunni í H202 og hafa aldrei verið fleiri nemendur Flensborgar í forkeppninni. Þetta voru Alex, Daníel, Fjóla, Ísak, Sveinn, Sverrir, Úlfur og Þóra sem nú bíða spennt eftir því hvernig þeim gekk og hvaða möguleika þau eiga á að fara í úsrslitakeppnina.
Til að rifja upp eðlisfræðina og kynnast uppbyggingu forkeppninnar voru 7 vaskir nemendur að þjálfa sig fyrir eðlisfræðikeppnina eftir skóla á föstudaginn 14.2. Dæmin í forkeppnunum eru frekar einföld en stundum er samt falin í þeim gildra. Ekki er neitt formúlublað í keppninni svo nemendur reyndu í þjálfuninni að leggja mikilvægustu jöfnurnar á minnið. Í fyrra tók Daníel einn þátt í forkeppninni í Flensborg og náði inn í úrslitakeppnina. Enginn frá Flensborg keppti 2015  en 2014 tók Kristján Theodór einn þátt í forkeppninni í Flensborg, komst í úrslitakeppnina og í landsliðið sem fór á Ólympíuleikana í eðlisfræði sem fram fóru í Kazhakstan.
14 af efstu keppendunum í forkeppninni verða boðaðir í úrslitakeppnina sem fer fram í Háskóla Íslands helgina 11. til 12. mars og þá er bæði keppt í fræðilegri og verklegri eðlsifræði. 5 efstu keppendur í úrslitakeppninni fá peningaverðlaun og ef þeir eru yngri en 20 ár þann 30. Júní í sumar þá fá þeir boð um að vera í landsliði íslendinga á Ólympíleikana í eðlisfræði sem fara fram í Indónesíu í borginni Yogyakarta, í júlí í sumar.


Til baka . . .

Flensborgarskólinn | Hringbraut 10 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 0400 | Fax 565 0491 | flensborg@flensborg.is