Flensborgarskólinn - Forsíða


Fréttir 2. mars 2017
Partý með alvöru stjörnum í Kaldárseli


Nemendur í STJÖ2SV fjölmenntu og sumir með foreldrum til að skoða stjörnurnar á þriðjudaginn var í Kaldárseli. Viðar stjörnufræðikennari kom með nokkra stjörnukíkja svo það var hægt að rannsaka vel þær stjörnur sem sýndu sig. Skýin komu þéttar en veðurstofan var búin að spá en við sáum samt margar af aðalstjörnunum.

Betelgause er efst til vinstri í Oríon-merkinu, rauður ofurrisi með 3.00°C yfirborð í 640 ljósára fjarlægð. Bellatrix er efst til hægri í Oríon en hún er blár risi með 22.000°C yfirborð í 250 ljósára fjarlægð. Venus skartaði minnkandi sigð og sást vel því koldíoxíð hjúpur hennar endurvarpar Sólarljósi 76%. Síríus sást allan tímann sem við stöldruðum við á bílastæðinu upp að Helgafelli og hún er bjartasta fastastjarnan á himninum, hvítur risi með 10.000°C heitt yfirborð.

V. Á,Til baka . . .

Flensborgarskólinn | Hringbraut 10 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 0400 | Fax 565 0491 | flensborg@flensborg.is