Flensborgarskólinn - Forsíða


Fréttir 29. mars 2017
Hæfileikakeppni starfsbrauta framhaldsskólanna
Hæfileikakeppni starfsbrauta 2017 var haldin í Flensborg fimmtudaginn 23. mars.
Mikil gleði og eftirvænting ríkti í húsinu enda nemendur og starfsmenn frá fjórtán framhaldsskólum af öllu landinu mættir eða um tvö hundruð manns.
Tólf skólar komu með skemmtileg og hugmyndarík keppnisatriði. Atriðin voru ýmist söngur, stuttmyndir, dans og/eða teiknimyndir.
Sigurvegarar í ár var Fjölbrautarskólinn í Breiðholti með söng og teiknimyndaatriði, í öðru sæti var Fjölbrautarskóli Vesturlands með stuttmynd og í þriðja sæti var Menntaskólinn á Egilsstöðum með söng og frumsamið lag.
Til hamingju sigurvegarar!
Öllum þátttakendum og gestum er þakkað fyrir skemmtilega keppni og ánægjulegt kvöld.


Til baka . . .

Flensborgarskólinn | Hringbraut 10 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 0400 | Fax 565 0491 | flensborg@flensborg.is