Flensborgarskólinn - Forsíða


Fréttir 31. maí 2017
Börn á flótta - nýtt verkefni
 
Nú á vordögum úthlutaði Rannís náms- og þjálfunarstyrkjum úr menntahluta Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlun ESB. Flensborgarskólinn hlaut 8.630 € styrk til að vinna að verkefninu ,,Móttaka flóttamanna“. Tveir starfsmenn skólans, þær Rannveig Klara Matthíasdóttir og Sandra Borg Gunnarsdóttir, koma til með að sækja námskeið á Ítalíu og Grikklandi til að fræðast um málefni barna á flótta og hvaða leiðir eru bestar til að hjálpa þeim að aðlagast í nýju landi og skólakerfi. Hér má lesa um úthlutun styrkja úr Erasmus+, samstarfsáætlun ESB.Til baka . . .

Flensborgarskólinn | Hringbraut 10 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 0400 | Fax 565 0491 | flensborg@flensborg.is