Flensborgarskólinn - Forsíða
Séð inn í Hamar, nýjan sal skólans 2006

Fréttir 6. júní 2017
Endanleg innritun nemenda úr grunnskólum

Um þessar mundir eru nemendur 10. bekkjar að fá vitnisburð sinn úr grunnskólum.

Við minnum á innritunarreglur skólans:

Hyggist nemandi hefja nám á námsbraut til stúdentsprófs við Flensborgarskólann þarf hún/hann að ná hæfnieinkunn C í íslensku, ensku og stærðfræði.

Nái nemandi ekki þessum skilyrðum, innritast hann í undirbúningsnám. Nemandi í undirbúningsnámi getur náð lágmarksárangri í viðkomandi námsgrein og fært sig yfir á stúdentsprófsbraut að því loknu, eða tekið almennt bóknám sem getur nýst honum í verknámi/starfsnámi eða lokið skilgreindu námi á 1. og 2. hæfniþrepi og útskrifast frá skólanum.

Endanlegur umsóknarfrestur er miðnætti að kvöldi 9. júní.

Verið velkomin í Flensborg!Til baka . . .

Flensborgarskólinn | Hringbraut 10 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 0400 | Fax 565 0491 | flensborg@flensborg.is