Flensborgarskólinn - Forsíða


Fréttir 13. júní 2017
Unnið úr umsóknum

Umsóknarfrestur um skólavist nýnema er liðinn. Alls sóttu 340 nýnemar um skólavist, þar af 175 með Flensborgarskólann sem fyrsta val. Skólinn vinnur nú úr umsóknum um skólavist í samvinnu við Menntamálastofnun og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ef allt gengur samkvæmt áætlun er reiknað með að þeirri vinnslu ljúki mánudaginn 19. júní og þá muni nemendum birtast niðurstaða á Menntagáttinni. Í framhaldinu sendir skólinn út svarbréf.

 Til baka . . .

Flensborgarskólinn | Hringbraut 10 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 0400 | Fax 565 0491 | flensborg@flensborg.is