Fréttir eftir ári

Upphaf skólaársins

Nú styttist í upphaf skólaársins. Verið er að leggja lokahönd á stundaskrár nemenda. Á meðan er aðgangur þeirra lokaður. Á miðvikudag eða fimmtudag fá nemendur sendan tölvupóst með upplýsingum um upphaf annarinnar, stundaskrá, töflubreytingar, hraðtöflu fyrsta kennsludaginn, upplýsingar um nýnemamóttöku o.fl. Sýnið biðlund!... lesa meiraFlensborgarskólinn heldur áfram að sækja sér þekkingu á sviði móttöku flóttamanna og fjölmenningar

Tveir kennarar Flensborgarskólans sóttu afar gagnlegt námskeið á Kýpur á vegum Erasmus+ nú í byrjun sumars. Þátttaka í þessu námskeiði er liður í því að vinna í verkefninu Móttaka flóttamanna- starfsþróun kennara. Þau gleðitíðindi bárust að Flensborgarskólinn fékk áframhaldi styrk til að vinna að þessu frábæra verkefni næstu tvö árin og er þetta einstakt tækifæri fyrir kennarahópinn til að fræðast um málefnið. ... lesa meira


Sumarfrí

Skrifstofu skólans hefur verið lokað vegna sumarfría. Opnað verður aftur miðvikudaginn 7. ágúst kl 10. Brýnum erindum má beina á netfangið flensborg@flensborg.is. Skólinn óskar nemendum, starfsfólki, foreldrum og öðrum velunnurum gleðilegs sumars. Sjáumst hress í haust!... lesa meira