Fréttir eftir ári
Brautskráning frá Flensborgarskóla

Alls voru útskrifaðir 59 stúdentar frá Flensborgarskólanum af fjórum námsbrautum í dag, 19. desember. Flestir útskrifuðust af opinni braut eða 30 nemendur. Af félagsvísindabraut útskrifuðust tíu. Af raunvísindabraut tíu. Þá luku níu stúdentsprófi af viðskipta- og hagfræðibraut. Á afrekssviði útskrifuðust fjórtán. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Leo Anthony Speight, 9,52 og næsthæstu einkunn hlaut Sólveig Jónsdóttir, 9,09. Birta Guðný Árnadóttir og Sigurjóna Hauksdóttir fluttu ávarp fyrir hönd útskriftarnemenda.... lesa meira

Í anda Picassos

Áhugi nemenda leyndi sér ekki í myndmenntastofunni á fimmtudaginn. Þar var verið að leggja lokahönd á leirlistaverk en í vetur hafa nemendur kynnst grunnaðferðum í að móta leirinn og lært um eiginleika hans. Auk þess gerðu þeir tilraunir með glerunginn, að blanda glerjungum saman. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er hæfileikaríkt fólk hér á ferð.... lesa meira