Gleðilega hátíð
Við þökkum fyrir árið sem er að líða og óskum öllum gleðilegra jóla.... lesa meira
Við þökkum fyrir árið sem er að líða og óskum öllum gleðilegra jóla.... lesa meira
Greiðsluseðlar fyrir nám á vorönn hafa verið sendir út á forráðamenn og nemendur 18 ára og eldri. Eindagi á þeim er 30. desember.... lesa meira
Úthlutað var úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar í 29. sinn við hátíðlega athöfn strax að lokinni útskrift skólans laugardaginn 19. desember. Að þessu sinni hlaut Edda Sólveig Þórarinsdóttir styrk. ... lesa meira
Alls voru útskrifaðir 59 stúdentar frá Flensborgarskólanum af fjórum námsbrautum í dag, 19. desember. Flestir útskrifuðust af opinni braut eða 30 nemendur. Af félagsvísindabraut útskrifuðust tíu. Af raunvísindabraut tíu. Þá luku níu stúdentsprófi af viðskipta- og hagfræðibraut. Á afrekssviði útskrifuðust fjórtán. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Leo Anthony Speight, 9,52 og næsthæstu einkunn hlaut Sólveig Jónsdóttir, 9,09. Birta Guðný Árnadóttir og Sigurjóna Hauksdóttir fluttu ávarp fyrir hönd útskriftarnemenda.... lesa meira
Brautskráning nemenda verður á morgun, laugardaginn 19. desember og vegna sérstakra aðstæðna verður athöfninni tvískipt. ... lesa meira
Einkunnir verða birtar á INNU klukkan 18:00 í dag. Við minnum á rafræna prófsýningu en hún fer fram á morgun, miðvikudaginn 16. desember klukkan 10-12. Við kynnum einnig til sögunnar nýja stokkatöflu fyrir vorönnina 2021.... lesa meira
Eins og kunnugt er flaggaði Flensborgarskólinn Grænfánanum á dögunum. Þar sem ekki var unnt að bjóða gestum til að fagna þessum áfanga með okkur var brugðið á það ráð að setja saman stutt myndband til að deila... lesa meira
Áhugi nemenda leyndi sér ekki í myndmenntastofunni á fimmtudaginn. Þar var verið að leggja lokahönd á leirlistaverk en í vetur hafa nemendur kynnst grunnaðferðum í að móta leirinn og lært um eiginleika hans. Auk þess gerðu þeir tilraunir með glerunginn, að blanda glerjungum saman. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er hæfileikaríkt fólk hér á ferð.... lesa meira
Nú er kennslu lokið á þessum síðasta kennsludegi haustannar 2020 og verkefnavinna og lokapróf framundan. ... lesa meira
Flensborgarskólinn hóf í upphafi árs 2020 þátttöku í verkefni Grænfánans á vegum Landverndar. Í dag, 1. desember, var fáninn dreginn að húni við skólann. Umhverfisnefnd skólans hefur unnið hörðum höndum að náttúruvernd og miðlun umhverfisvitundar síðastliðna mánuði.... lesa meira