Fréttir eftir ári

Áríðandi tilkynning vegna rauðrar veðurviðvörunar

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, föstudag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Kennsla í Flensborgarskólanum fellur því niður. Ef fólk veit um nemendur sem ekki skilja íslensku er beðið um að þeir séu látnir vita. Frekari upplýsingar um veðurviðvaranir á síðu Veðurstofunnar: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk... lesa meira
Landskeppnin í líffræði

Landskeppni framhaldsskólanna í líffræði verður haldin miðvikudaginn 15. janúar 2020 klukkan 9:00-10:00.   Þátttaka er opin öllum framhaldsskólanemum landsins. Þeim keppendum sem standa sig best í landskeppninni verður boðið að taka þátt í verklegum æfingum í Háskóla Íslands á vorönn. Úr þeim hópi verður síðan valinn 4 manna hópur sem keppir fyrir Íslands hönd á ólympíuleikunum í líffræði í Japan næsta sumar.   Keppnin fer fram samtímis um land allt.... lesa meira