Fréttir eftir mánuði


Ljóðasmiðir í Flensborg

Besta leiðin til að varðveita íslenska tungu er að nota hana og leika sér að málinu. Nemendur í íslenskuáfanganum Hugtök og ritun eru til fyrirmyndar í þeim efnum. Þeir fóru þá leið að nota fyrstu línu úr ljóðum nokkurra þekktra skálda sem stökkbretti og bættu svo við frá eigin brjósti. Hluta af afrakstrinum má sjá á öllum miðlum skólans í dag, í tilefni af Degi íslenskrar tungu. ... lesa meira„IT - Escape Room” fékk viðurkenningu eTwinning

Flensborg hlaut viðurkenningu á dögunum fyrir framúrskarandi verkefni. Þær Díana Rós Kristjánsdóttir, Kristrún Ösp Brynjarsdóttir og Sithumini Dewage bjuggu til rafrænan flóttaleik (e. Escape Room), ásamt tveimur kennurum, sem heitir „IT“ eftir trúðinum óhugnanlega. Verkefnið fékk evrópska gæðamerkið, The European Quality Label, frá eTwinning-starfssamfélaginu.... lesa meira


Klapp á bakið

Það er verulega uppörvandi að fá hvatningarorð í miðju kófi. Við megum til með að deila með ykkur þessum hjartnæmu skilaboðum: „Við hjónin viljum koma á framfæri til þín hversu himinsæl við erum með þá þjónustu og utanumhald sem sonur okkar fær hjá Áslaugu og hennar fólki á Starfsbrautinni í Flensborg. Þetta er alveg frábært fólk sem þið hafið þarna. Vakin og sofin yfir skjólstæðingum sínum og sinna þeim af alúð.“ Þess má geta að skólahald á Starfsbrautinni hefur verið nánast óskert í vetur. Annað foreldri, sem vill koma þakklæti sínu á framfæri, segir að þrátt fyrir óvenjulegar og fordæmalausar aðstæður gangi fjarnámið vel og segir lofsvert í þessu ástandi, og ekki sjálfgefið, að hrista fram úr erminni nýjar leiðir til að koma námsefninu á framfæri. Þá kemur einnig fram hversu gott sé að fá upplýsingar reglulega, „það heldur manni við efnið og gerir manni kleift að fylgjast betur með í dagsins önn.“ ​Takk fyrir hólið - það yljar.... lesa meira