Fréttir eftir mánuði


Flensborgurum snúið frá Ítalíu vegna COVID-19 veirunnar

Hópi nemenda og kennara á vegum Flensborgarskólans í Hafnarfirði sneru við í Luton í gær, þar sem þau millilentu, á leið sinni til Ítalíu vegna COVID-19 veirunnar. Hópurinn ætlaði að taka þátt í verkefni á vegum Erasmus á Ítalíu en hætt var við verkefnið á meðan hópurinn var í loftinu á leið til Luton. https://www.ruv.is/frett/flensborgurum-snuid-fra-italiu-vegna-covid-19-veirunnar... lesa meira


Áríðandi tilkynning vegna rauðrar veðurviðvörunar

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, föstudag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Kennsla í Flensborgarskólanum fellur því niður. Ef fólk veit um nemendur sem ekki skilja íslensku er beðið um að þeir séu látnir vita. Frekari upplýsingar um veðurviðvaranir á síðu Veðurstofunnar: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk... lesa meira