Fréttir eftir mánuði
Hvar má ganga inn?

Nemendur og starfsmenn hafa verið fljótir að tileinka sér nýjar umgengnisreglur. Gönguferðum í frískandi útilofti hefur fjölgað og fólk er duglegt að sótthreinsa hendur með spritti þegar það fer á milli sóttvarnarhólfa. Til að hnykkja enn frekar á því hvar gengið er inn í mismunandi hólf höfum við útbúið meðfylgjandi skýringarmynd. Til þess að komast á milli hólfanna þarf að fara út úr húsinu og velja svo réttan inngang. Munum: Við erum öll almannavarnir.... lesa meiraStyrkir til starfsþróunar

Starfsþróunarstyrkir voru að þessu sinni veittir þeim Snædísi Baldursdóttur, Eygló Jónsdóttur, Matthildi Rúnarsdóttur og Elínu Guðmundardóttur fyrir haustönn 2020. Sólveig Kristjánsdóttir leiðir einnig verkefni þar sem breyta á einum af grunnáföngum stærðfræðinnar. Flensborgarskólinn býður starfsfólki upp á fjórar leiðir til starfsþróunar á hverri önn; að sækja sér þekkingu á sviði núvitundar, að greina nám á háskólastigi í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, að búa til nýja og/ eða endurhanna áfanga eða námsefni og fara í skiptikennslu í Verzlunarskóla Íslands.... lesa meira