Flensborgarhlaupið gekk vonum framar

Flensborgarhlaupið gekk vonum framar

Flensborgarhlaupið fór fram í gær í sjöunda sinn. Tæplega 300 manns hlupu og þar af nokkrir okkar bestu, þar á meðal Arnar Pétursson, ÍR, sem sigraði maraþonhlaup í Reykjavikur maraþoni í sumar. Öll úrslit í 5 og 10 km hlaupi er að finna á timataka.net. 
Sigurvegarar í 3 km hlaupi voru:
3 km karla 17 ára og yngri (röð ekki tími)
Arnór Brynjarsson
Halldór Máni Halldórsson
Magnús Ingi Harðarson
3 km kvenna 17 ára og yngri (röð ekki tími)
Sóley Sara Rafnsdóttir
Þóra Nanna Jónasdóttir
Klara Einarsdóttir
3 km karla 18 ára og eldri (röð ekki tími)
Rúnar Óskarsson
Andrés Andrésson
Einar Bárðason
3 km kvenna 18 ára og eldri (ekki tími)
Anna Sigurðardóttir
María Steingrímsdóttir
Ella Sif Jónsdóttir
Þess má geta að veðrið var stórfenglegt! Meðal gesta var stór hópur frá VMA en þau hafa sent keppendur þrívegis áður.
Framhaldsskólameistarar (í 10 km flokki karla og kvenna (opin)) urðu Otto Fernando (VMA) og Andrea Hálfdánardóttir (VÍ) en hún varð jafnframt fyrst kvenna í 10 km hlaupi 18 ára og eldri.
Föstudaginn 29/9 verður svo afhentur styrkur til Reykjalundar vegna verkefnisins Ungt fólk með heilaskaða. Upphæðin er ekki komin en okkur sýnist hún geta komið að gagni. 
Myndir komnar á facebook.
Þetta er stórt verkefni og algjörlega vonlaust ef ekki væri fyrir þrennt. Góða stuðningsaðila sem hjálpa okkur mikið og rausnarlega. Öfluga sjálfboðaliða úr hópi nemenda, starfsmanna en ekki síst hjálpandi höndum frá FH og Haukum. Það þriðja er HEF hópurinn, eða stýrihópur verkefnisins en hann leiddu (að öllum ólöstuðum) þær Bryndís og Díana af miklum krafti. Það voru um og yfir 40 sjálfboðaliðar sem tóku þátt – og líklega fleir í raun.
Styrktaraðilar voru m.a.:
66°norður
A4
Aðalskoðun
Air Connect Iceland
Altís
Arion banki
Álfagull
Bláa Lónið
Borghildur Sverrisdóttir
Brikk
Burkni
Bæjarbíó
Embætti landlæknis
Errea
Foam rúlla
Fríða skart 
Golfklúbburinn Setbergi
Góa
Hafnarfjörður – heilsueflandi samfélag
Halldór Jónsson
Himnesk hollusta
Hótel Rangá
Hress 
Íshestar
KFC
Kjötkompaní
Litla gæludýrabúðin
MS
Pallett
Pfaff
Proact
S. Guðjónsson
Serrano
Sigga og Tímó
Sign
Sjúkraþjálfun Íslands 
Sólon
Stracta hotels
Súfistinn
Von

Það var mjög gaman að fá að heyra það frá t.d. gestum okkar frá VMA og fleirum hversu vel skipulögð brautarvarslan var og hversu vel brautarverðir gengu fram í sínum málum.
Þetta er orðið alveg ótrúlega rótfast verkefni í skólasál okkar. Í gegnum það, með hlaupurum og styrktaraðilum , hafa safnast, fyrir þetta hlaup, nokkuð á aðra milljón króna sem runnið hafa til góðra málefna. Þeir sem taka þátt, með einhverjum hætti, rétta hönd sína út í samfélagið og hafa jákvæð áhrif.
Ég vil í senn þakka þeim sem lögðu okkur lið, öllum sjálfboðaliðunum sem unnu að því að láta þetta allt gerast, sem og öllum öðrum sem komu með í þetta verkefni, kærlega fyrir hjálpina.
Það er ekki leiðinlegt að vera með í svona verkefni. Það er stórfenglega gefandi og gaman.
Magnús