Flensborgardagurinn

Flensborgardagurinn

Flensborgardagurinn er 1. október og er haldinn til að minnast þess að skólinn var settur í fyrsta sinn þann dag árið 1882. 
Að þessu sinni fellur hann á sunnudag og því höldum við hann hátíðlegan 29/9 nk. 
Á Flensborgardaginn 2017, ætlum við að fagna afmælinu með því að skemmta okkur, fræðast og tala saman, starfsmenn og nemendur, um skólann okkar. 
Dagskráin er þannig að fyrst afhenda oddviti NFF og skólameistarinn styrk sem er afrakstur Flensborgarhlaupsins. Síðan kemur góður gestur og þar næst förum við í umræðuhópa þar sem starfsmenn og nemendur ræða ýmislegt er varðar skólann. Að því búnu komum við í salinn og fáum léttar afmælisveitingar og hlustum á smá erindi um flokkun í leiðinni og svo koma leynigestir sem ekki verður sagt frá strax!