Minnum á jafnréttisstefnu og viðbragðsáætlun um einelti

Minnum á jafnréttisstefnu og viðbragðsáætlun um einelti

Skólameistari Flensborgarskólans minnir á að í skólanum er skýr jafnréttisstefna og skýr stefna um viðbrögð við einelti og hvers konar ofbeldi á hvaða stigi sem er.

Skólameistarinn treystir því að starfsmenn og nemendur virði þessar stefnur og að hann sé látinn vita ef þær eru ekki virtar svo bregðast megi við.

Í skólanum eru jafnréttisfulltrúi, ráðgjafar og vinnuhópar sem vinna með skólameistara að því að tryggja það að Flensborg sé fyrir alla sem vilja starfa, læra og búa í heilsueflandi, jafnréttissinnuðu og jákvæðu skólaumhverfi.