Prófum að ljúka

Prófum að ljúka

Í dag er síðasti reglulegi prófdagurinn og á morgun eru forfallapróf. Helstu dagsetningar loka annarinnar eru þessar:

Að loknum forfallaprófum lokast fyrir námsferla í Innu.

Laugardaginn 16. desember klukkan 9:00 opnast fyrir einkunnir nemenda í Innu.

Mánudaginn 18. desember klukkan 11:30-13:00 er verður sýning námsmats, einnig oft kölluð prófsýning.

Fimmtudaginn 21. desember klukkan 14 verður brautskráning jólastúdenta og haustönn verður slitið.

Að því loknu hefst undirbúningur vorannar, sem hefst föstudaginn 5. janúar.