Flensborg keppir í Gettu betur

Flensborg keppir í Gettu betur

Lið Flensborgarskólans keppir í fyrstu umferð Gettu betur á þriðjudagskvöldið kemur, 9. janúar. Keppnin er send út á Rás 2. Flensborgarar mæta Fjölbrautaskóla Snæfellinga og er viðureignin númer tvö þetta kvöld. Áætla má að hún hefjist laust eftir kl 20 um kvöldið.

Í liði Flensborgar eru þau Álfgrímur Gunnar Guðmundsson, Einar Baldvin Brimar Þórðarson og Sigurjóna Hauksdóttir.

Skólinn óskar liðinu góðs gengis. Áfram Flensborg!