Sigur í fyrstu umferð Gettu Betur

Sigur í fyrstu umferð Gettu Betur

Lið Flensborgarskólans, skipað þeim Álfgrími Gunnari Guðmundssyni, Einari Baldvin Brimari og Sigurjónu Hauksdóttur, sigraði lið Fjölbrautaskóla Snæfellinga í fyrstu umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Að loknum hraðaspurningum var ljóst hvert stefndi, því Flensborgarliðið leiddi með 23 stigum gegn 5. Á endanum fór svo að Flensborgarar hlutu 39 stig gegn 11 stigum FSN. Við óskum liðinu innilega til hamingju. Að öllum líkindum duga stigin til að Flensborg verði í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í 2. umferð í lok vikunnar. Áfram Flensborg!