Framhaldsskólakynning og opið hús

Framhaldsskólakynning og opið hús

Námsráðgjafar grunnskólanna í Hafnarfirði skipuleggja skólakynningu í Flensborg á morgun, þriðjudag 6. febrúar, milli kl 17:00 og 18:30. Flestir framhaldsskólar höfuðborgarsvæðisins kynna sig. Flensborg er að sjálfsögðu þar á meðal. 10. bekkingar og foreldrar þeirra eru velkomnir á kynninguna. Um leið verður opið hús í skólanum, kennarar hafa opnar kennslustofur og eru tilbúnir til spjalls um námið og skólastarfið. 

Verið velkomin í Flensborg á morgun.