Kær kveðja frá Reykjalundi

Kær kveðja frá Reykjalundi

Eins og mörgum er kunnugt þá rann afrakstur Flensborgarhlaupsins 2017 til Reykjalundar, deildar sem vinnum með ungt fólk sem orðið hefur fyrir heilaskaða. Styrkurinn nam kr. 450 þúsund krónum.

Í byrjun júní var Magnúsi skólameistara og Erlu aðstoðarskólameistara boðið að koma í heimsókn á Reykjalund og sjá hvað hafði fengist fyrir styrkinn.

Óhætt er að segja að þeim hafi verið tekið með kostum og kynjum.

Nokkur hópur starfsmanna tók á móti þeim af mikilli gestrisni og sýndu meðal annars sérútbúinn stól sem vefur mann í faðm sinn og öflugan ipad.

Að auki voru glæsilegar veitingar.

Magnús og Erla voru mjög ánægð með hvernig styrknum var varið og nú er bara að velja málefni fyrir næsta hlaup í september. 

Erla mátar nýja stólinn

Veitingarnar voru ekki af verri sortinni

Fylgiskjalið