Upphaf skólaársins

Upphaf skólaársins

Í dag, 8. ágúst, verður skrifstofa skólans opnuð að nýju eftir sumarfrí. Stundaskrárgerð stendur yfir og áætlað að opnað verði fyrir þær fimmtudaginn 16. ágúst, mögulega degi fyrr.
Skólinn verður settur og kennsla hefst 20. ágúst. Nýnemakynning verður föstudaginn 17. ágúst og verður auglýst síðar. Nýnemar og foreldrar þeirra fá tölvupósta um þann dag.