Rafvélaframleiðsla í eðlisfræði

Rafvélaframleiðsla í eðlisfræði

Í áfanganum EÐLI3RS05 eru nemendur að smíða rafmótor eftir 50 ára gamalli teikningu. Fyrst er vír vafið 100 sinnum utan um hvorn af tveggja tommu nöglum sem þjóna hlutverki rafsegla. Síðan er vír vafið 60 sinnum utan um beyglaða bréfaklemmu og hún verður snúðurinn í rafmótornum. Tvær bréfaklemmur eru beyglaðar þannig að þær verða eis og statív fyrir snúðinn. Loks eru búnar til snertur sitt hvoru megin við snúðinn og það er mesta vandaverkið. Ætlunin er að mæla straumnotkun mótoranna og snúningshraða þeirra þegar smíðinni lýkur.


Tinna, Stefanía, Alexandra og Alexandra Kristín eru langt komnar með sinn rafmótor en þær þurftu að rekja upp alla vafningana á nöglunum til að vefja þá rétt.


Benjamín, Baldur, Arnar og Eyþór þurftu að lækka statívið til að snúðurinn passaði milli rafseglanna.


Svona rafmótor er mikil völundarsmíð og eins gott að það sé hald í þessum teiknibólum.


Tómas, Sigurður, Viðar og Kira stúderuðu teikningarnar nákvæmlega til að gera engin mistök.