Afmælishátíð á mánudaginn - Flensborgardagurinn

Afmælishátíð á mánudaginn - Flensborgardagurinn

Á mánudaginn, 1. október, höldum við upp á afmæli skólans, en hann var settur í fyrsta sinn sem alþýðu- og gagnfræðaskóli þann dag árið 1882. 

Við fáum góða gesti. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson mun ávarpa okkur. Einnig mun Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, flytja ávarp, og Halldóra Mogensen þingmaður og formaður velferðarnefndar Alþingis heldur einnig tölu.

Við fáum fyrirlestur frá tveimur stofnendum Flóru, femínísks veftímarits, þeim Eydísi Blöndal og Sólu Þorsteinsdóttur. Þorsteinn V. Einarsson fjallar um karlmennskuna. Svo verður farið í umræðuhópa í kennslustofum þar sem umræðuefnið er jafnrétti. Loks verða tónlistaratriði í salnum, við fáum Pál Óskar í heimsókn og endum svo með Reykjavíkurdætrum.