Aldís Ósk fékk viðurkenningu Samtaka móðurmálskennara

Aldís Ósk fékk viðurkenningu Samtaka móðurmálskennara

Aldís Ósk Davíðsdóttir, nemandi við Flensborg, fékk um helgina viðurkenningu fyrir ljóð sem hún sendi inn í samkeppni Samtaka móðurmálskennara í tilefni af 40 ára afmæli þeirra.

 

Einn einmana bátur,

nefið sker vatnið.

Eftir erfiða daga í roki og vætu,

lognið er ljúft þótt golan strjúki

kinnar örmagna manns.

 

Sér glitta í höfnina.

Svo fylgir brosið,

hann dregur djúpt andann.

Hann er kominn heim.

 

Sólin breiðir úr sér yfir fjörðinn

og lýsir upp bæinn.

Mikið hef ég saknað þín

elsku Hafnarfjörður.

 

Skólinn óskar Aldísi til hamingju!