Keppt í spuna í Leiktu betur

Keppt í spuna í Leiktu betur

Nemendafélagið okkar tekur þátt í margs konar keppnum. Ekki eingöngu íþróttakeppninni við FG, Morfís og Gettu betur, heldur líka Leiktu betur - spunakeppni framhaldsskólanna.

Fram undan er Leiktu-betur-keppni ársins, í Þjóðleikhúskjallaranum, 6. nóvember kl 20. Fyrir hönd Flensborgarskólans keppa þau Aldís Ósk, Ásbjörn Ingi, Telma Kolbrún og Valtýr Melsteð sem sjást einmitt á þessari mynd. Björk Guðmundsdóttir spunameistari hefur þjálfað hópinn síðustu vikur.

Gangi ykkur vel í keppninni!