Gettu betur á morgun

Gettu betur á morgun

Lið Flensborgarskólans keppir í fyrstu umferð Gettu betur þriðjudagskvöldið 8. janúar kl. 19:30. Flensborg mætir MK í þessari fyrstu umferð og er keppnin send út á Rás 2.

Í liði Flensborgar eru þau Eydís Lilja Guðlaugsdóttir, Sigurjóna Hauksdóttir og Valtýr Borgar Melsted.

Skólinn óskar liðinu góðs gengis og hvetur alla til að fylgjast með á Rás 2 eða mæta í Efstaleiti. Áfram Flensborg!