Sigur í Morfís

Sigur í Morfís

Fyrsta umferð  Morfís fór fram síðastliðið föstudagskvöld þar sem okkar lið keppti á móti liði Fjölbautarskólans í Garðabæ. Umræðuefnið var "GALDRAR að því gefnu að þeir væru til". FG var með göldrum en við vorum  á móti.

Keppnin var skemmtileg í alla staði og líflegar kappræður. Fjölmenni sótti keppnina og studdi sinn skóla og eiga nemendur Flensborgarskólans hrós skilið fyrir frábæran stuðning.

Sigurinn var sætur og verðskuldaður þar sem ræðumenn Flensborgar, þær Saga, Birgitta og Una, voru beittar og skólanum til sóma. Flensborg átti einnig ræðumann kvödsins - til hamingju Saga!

Það er búið að draga í næstu umferð og drógumst við á móti Menntaskólanum á Akureyri. Keppnin mun fara fram norðan heiða.