Morfís á Akureyri á morgun

Morfís á Akureyri á morgun

Lið Flensborgarskólans keppir á morgun í Morfís - mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna. Keppnin er gegn MA og fer fram fyrir norðan. Nemendafélagið skipuleggur ferð nemenda norður. Farið verður með rútu frá skólanum eftir hádegið. Gist verður í KA-heimilinu. Ef nemendur undir 18 ára aldri fara með þurfa þeir að skila samþykki foreldris fyrir ferðinni. Starfsmaður skólans fer með í ferðina. Reiknað er með að rútan skili ferðalöngum í Flensborg í hádeginu á miðvikudag.