Nemendur Flensborgarskólans í úrslit!

Nemendur Flensborgarskólans í úrslit!

Nemendur í frumkvöðlafræði stofnuðu fjögur sprotafyrirtæki á önninni, tóku þátt í Fyrirtækjasmiðjunni 2019 og komst eitt þeirra, Uppsprettan, í úrslit. Uppsprettan hannaði, saumaði og markaðssetti svokallaða scrunchie-hárteygju. Teygjan var unnin úr endurvinnanlegum efnum og með fræjum í sem geta vaxið upp í náttúrunni. Tilgangurinn er að sýna að það er vissulega hægt að fylgja tískunni og huga að umhverfinu í leiðinni.  Hin fyrirtækin hönnuðu próteinmúffur, boli og ferðamannapakka. Dómaraviðtöl, kynning fyrir fjárfesta og verðlaunaafhending fer fram í höfuðstöðvum Arionbanka síðar í dag. Vel gert og áfram Flensborg!