Laxnessverkefni Flensborgara í Þjóðarbókhlöðunni

Laxnessverkefni Flensborgara í Þjóðarbókhlöðunni

Það eru 100 ár liðin frá því að Halldór Laxness gaf út sína fyrstu skáldsögu, Barn náttúrunnar. Að því tilefni er sýning í Þjóðarbókhlöðunni um skáldið og þar ber að líta á verkefni eftir Flensborgara sem hafa verið í íslenskuáfanga um Halldór Laxness í vetur. Verkefnin eru fjölbreytt, þar má m.a. sjá ljóð, borðspil, teiknimyndasögur, veggspjöld og stuttmynd eftir nemendur.