Flensborgarskólinn heldur áfram að sækja sér þekkingu á sviði móttöku flóttamanna og fjölmenningar

Flensborgarskólinn heldur áfram að sækja sér þekkingu á sviði móttöku flóttamanna og fjölmenningar

Tveir kennarar Flensborgarskólans sóttu afar gagnlegt námskeið á Kýpur á vegum Erasmus+ nú í byrjun sumars. Þátttaka í þessu námskeiði er liður í því að vinna í verkefninu Móttaka flóttamanna- starfsþróun kennara: Flóttamenn og hælisleitendur - móttaka og kennsla. Námskeiðið stóð yfir í viku og fjallaði um leiðir til að takast á við menningarlegan mun meðal nemenda og vænlegar leiðir til þess að nýta hann við kennslu.

Í sumar úthlutaði síðan Rannís náms- og þjálfunarstyrkjum úr menntahluta Erasmus+, fyrir leik, grunn og framhaldsskólastig. Nítján skólum og sveitafélögum sem starfa á því sviði var veittur styrkur og þar á meðal Flensborgarskólanum. Flensborgarskólinn hlaut 33.350 € styrk til að halda áfram að vinna að þessu frábæra verkefni næstu tvö árin. Er þetta einstakt tækifæri fyrir starfsmannahópinn til að fræðast um málefnið. Nánar má lesa um úthlutun styrkja úr Erasmus+, samstarfsáætlun ESB, styrkþega og upphæðir hér - https://www.erasmusplus.is/um/uthlutanir/