Skólanum lokað frá og með mánudeginum 16. mars

Skólanum lokað frá og með mánudeginum 16. mars

Skólastarf heldur þó áfram, kennarar verða tiltækir samkvæmt tímum í stundatöflu. Þeir munu þannig aðstoða og leiðbeina og það er mikilvægt að nemendur haldi áfram að sinna náminu eins og hægt verður. Þetta er ekki frí frá skólastarfi. 
Aðalatriðið er þó að halda ró sinni, taka dótið með sér heim í dag því skólinn verður lokaður frá og með mánudeginum. Verum dugleg að hjálpa hvort öðru og ekki gleyma sjálfum okkur og góða skapinu, þannig komumst við í gegnum þessa skrítnu tíma.
Við viljum benda nemendum og foreldrum á bréf sem sent var út fyrr í dag en það má einnig lesa hér:

Bréf til nemenda og forráðamanna