Kosið í stjórn nemendafélagsins

Kosið í stjórn nemendafélagsins

Nú er kosningavika NFF að baki en kosið verður í stjórn nemendafélagsins á INNU frá og með miðnætti aðfararnótt sunnudagsins 3. maí. Kosið verður í sjö embætti að þessu sinni en kjör í nefndir NFF fer fram í haust. Kosið verður nú til oddvita NFF, framkvæmdastjóra, gjaldkera, ritara, markaðsstjóra, skemmtanastjóra og formanns málfundafélagsins. Hægt er að kynna sér frambjóðendurna á Instagramsíðunni @kosningar_nff. Kosningu lýkur þann 4. maí kl 23:59.

Athugið að útskriftarnemendur geta ekki kosið.