Prófin hefjast á morgun þriðjudaginn 5. maí

Prófin hefjast á morgun þriðjudaginn 5. maí

Prófin hefjast á morgun og búið er að birta nýja próftöflu (yfirlit yfir eiginleg lokapróf) á heimasíðu skólans. Við leggjum áherslu á eftirtalin atriði:

Að lesa vel fyrirmæli kennara og leiðbeiningar við prófið. Gott er að hafa blað og blýant hjá sér til að geta sett niður punkta og drög að svörum. Hvað varðar hjálpargögn í prófi þá verða skýr fyrirmæli um slíkt í hverju og einu prófi um hvaða gögn nemendum er heimilt að nota.

Huga vel að próftíma. Allir nemendur hafa 120 mínútur til að leysa prófið og skila því. Munið einnig að reikna með tíma til að skila prófinu, hlaða því upp, taka myndir o.s.frv..

Sýna heiðarleika og drengskap í prófi. Við minnum nemendur á að viðhafa heiðarleika og samviskusemi í heimaprófum. Prófin eru einstaklingspróf og mega nemendur ekki þiggja utanaðkomandi aðstoð við að leysa prófið. Þá vekjum við athygli á því að áfram gilda reglur skólans er varða svindl á prófum.

Spurningar til kennara. Á meðan á próftöku stendur er hægt að hafa samband við kennara varðandi spurningar. Hver og einn kennari útfærir það hvernig hann mun svara spurningum en flestir munu nota tölvupóst og svara þar eða svara í gegnum síma.

Ef eitthvað kemur upp á? Eins og áður segir er hægt að hafa samband við kennara hvers prófs. Einnig verður skrifstofa skólans opin og þar er hægt að ná í námsráðgjafa skólans sem og stjórnendur.

 

Tæknileg atriði

Mundu að hafa tölvuna hlaðna. Símann þinn einnig. Og gott er að hafa nesti sér við hlið, í það minnsta eitthvað til að drekka

 

Gangi ykkur öllum vel!

Sjá einnig bréf frá skólastjórnendum:

Bréf til nemenda í  lok kennslu

Sjá einnig ráð frá námsráðgjöfum:

Rafræn heimapróf

Með bestu kveðju,

 

Erla

___________________________

Erla S. Ragnarsdóttir

Aðstoðarskólameistari Flensborgarskóla

Vice Principal at Flensborgarskólinn, Upper Secondary School in Iceland

www.flensborg.is

S: 00 354 565 0400/694 7594