Niðurstaða kosninga hjá NFF

Niðurstaða kosninga hjá NFF


Ný stjórn NFF hefur verið kjörin og var kjörsókn til fyrirmyndar!
Aðalstjórn þurfti að leita nýrra leiða í kosningunum þetta árið en covid hefur aldeilis sett strik í reikninginn. Allt gekk vel þrátt fyrir aðstæður en kosið var á INNU í fyrsta skiptið. Allur áróður fór fram á samfélagsmiðlum og pallborðsumræðum streymt á Facebook. Þessa önnina var bara kosið í embætti aðalstjórnar en miðstjórn verður kjörin í byrjun þeirrar næstu. Stjórn næsta árs er eftirfarandi.

Ný stjórn NFF skólaárið 2020-2021:
Oddviti- Ásbjörn Ingi Ingvarsson.
Framkvæmdastjóri- Valtýr Borgar Melsted.
Gjaldkeri- Bjarki Freyr Ólafsson.
Ritari- Ingi Snær Karlsson.
Markaðsstjóri- Birkir Ólafsson.
Skemmtanastjóri- Nicolas Leó Sigurþórsson.
Formaður málfundarfélagsins- Steindór Máni Björnsson.

https://m.youtube.com/watch?fbclid=IwAR2QBFoMk8lHeDmb-YXgIbr2J34qfvkmhZWQu3miW-KgsUV4cX5r5Mi3kUE&v=YrY5JeaV5Jg&feature=youtu.be

Hér að ofan er linkur á myndband sem Kolbrún María fráfarandi oddviti NFF tilkynnir úrslit kosninganna, ásamt því er hún með stutt ávarp.

Fráfarandi aðalstjórn vonar að þið njótið sumarsins og þakkar fyrir liðið ár. Sjáumst í Flensborg á næstu önn og hlýðum Víði!
ÚANFF!