Ungmennahúsið Hamarinn

Ungmennahúsið Hamarinn

Nám í framhaldsskólum fer að miklu leyti fram í fjarkennslu um þessar mundir. Því hefur verið ákveðið að bjóða nemendum upp á aðstöðu til að sinna náminu í Hamrinum, ungmennahúsi á Suðurgötu 14.

Vert er að taka fram að í Hamrinum ríkir ekki alltaf þögn en ef einhverjir sækjast eftir slíkri aðstöðu er bent á Bókasafn Hafnarfjarðar. Bókasafnið er með lesstofu á þriðju hæð sem ætluð er 16 ára og eldri. 

Hamarinn er félagsmiðstöð ungs fólks í Hafnarfirði., Þar eru allir velkomnir, ekki eingöngu þeir sem komnir eru til að sinna námi, enda margt annað skemmtilegt í boði.

Allir gestir ungmennahússins eru beðnir um að halda í heiðri meters reglunni og huga að almennum sóttvörnum.

Ungmennahúsið Hamarinn verður opið í september 2020 sem hér segir:

mánudaga frá kl. 9:00 til 23:00

þriðjudaga frá kl. 9:00 til 17:00

miðvikudaga frá kl. 9:00 til 23:00

fimmtudaga frá kl. 9:00 til 17:00

föstudaga frá kl. 9:00 til 19:00