Skólahjól

Skólahjól

Hér eru kátir verkefnastjórar HEF á rafmagnshjólum á skólalóðinni. Þau Ósk Guðmundsdóttir og Árni Stefán Guðjónsson tóku við því hlutverki í haust. Nú eigum við þrjú hjól sem starfsmenn geta fengið að láni, hvort heldur sem er til að komast í og úr vinnu eða til að fá sér stuttan hjólatúr í nágrenninu.

Við höfum verið forystuskóli Heilsueflandi framhaldsskóla frá upphafi, eða í rúman áratug. Rafmagnshjólin eru skemmtileg nýjung sem verður vonandi til þess að efla heilsu starfsfólks en ekki síður til þess það geti valið umhverfisvænan faramáta.  Þess má geta að skólinn vinnur að því að öðlast Grænfánann eftirsótta.