Smit í nemendahópnum

Smit í nemendahópnum

Eins og fram kom í pósti til nemenda og forráðamanna í gær þá hafa smit verið greind í nemendahópnum. Smitrakningateymið hefur fengið upplýsingar um alla þá sem voru í sömu kennslustundum og smitaður nemandi og þeir eiga að fá símtal frá teyminu í dag.

Nemendur sem voru í kennslustundunum sem um ræðir hafa fengið póst frá skólameistara þess efnis. Aðrir nemendur hafa ekki verið útsettir fyrir smiti hér innandyra.

Höldum áfram að gæta vel að okkur varðandi sóttvarnir og hugum vel að fólkinu í kringum okkur.

 

Klárum þetta saman, við erum Flensborg!