Kennsla hefst 7. janúar - ný stokkatafla fyrir vorönn

Kennsla hefst 7. janúar - ný stokkatafla fyrir vorönn

Stundatöflur nemenda verða birtar á INNU síðar í dag en fyrsti kennsludagur vorannar er fimmtudagurinn 7. janúar. Önnin hefst með fjarkennslu hjá öllum nemendum nema nýnemum og nemendum á starfsbraut en frá og með mánudeginum 11. janúar er stefnt að því kennsla verði að mestu í staðnámi. 

Ný stokkatafla verður í gildi á vorönn og nemendum ber að kynna sér hana vel. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu klukkan 08:30 alla morgna og lýkur alla daga klukkan 15:50 nema á föstudögum en þá lýkur kennslu klukkan 12:55. Til að byrja með verða A, B, C og D stokkar í staðnámi, E, F og G í fjarnámi að hluta. Athugið að í nýrri töflu er gert ráð fyrir 50 mínútna hádegis- og/eða kaffihléi svo að nemendur geti m.a. farið á milli staða.

Áfram gilda reglur um grímuskyldu og aðrar tilheyrandi sóttvarnir, svo sem sprittun handa og snertiflata. 

 

Hér má sjá bréf sem sent var á nemendur og forráðamenn fyrr í dag.