Töflubreytingar

Töflubreytingar

Nú hafa stundatöflur allra nemenda verið birtar á Innu. Það eru töluverðar breytingar sem taka gildi á vorönn, bekkjarkerfi fyrir nýnema og ný stokkatafla sem allir nemendur þurfa að kynna sér vel.

Töflubreytingar eldri nema fara alfarið fram á Innu og hefjast á morgun, þriðjudaginn 5. janúar og hægt verður að gera breytingar til fimmtudagsins 7. janúar.

Útskriftarefni geta pantað tíma föstudaginn 8. janúar hjá Hrefnu áfangastjóra til að fara yfir námsferil og staðfesta útskrift í vor.