Námsver, félagslíf og vetrarfrí

Námsver, félagslíf og vetrarfrí

Skólastarfið gengur vel þessa dagana og er að mörgu leyti orðið hefðbundið. Við búum þó áfram við ákveðnar fjöldatakmarkanir og grímuskyldu og því er hluti starfsins enn takmarkaður og verður svo að vera enn um sinn.  Gaman er að segja frá því að lifna mun yfir félagslífinu á næstu vikum því framundan er m.a. rafíþróttamót framhaldsskólanna, söngkeppni, leiksýning og 8-liða úrslit í Morfís svo eitthvað sé nefnt. 

Námsverin okkar í stærðfræði og íslensku verða á breyttum tíma, í það minnsta fram yfir miðannarmat. Námsverin verða nú á mánudögum frá klukkan 13:40 – 14:40, í stofum M306 og M309 og ættu að nýtast vel þeim nemendum sem eru í eyðum á þessum tíma. 

Miðannarmat verður birt á Innu þann 5. mars en fyrst á dagskrá er þó vetrarfríið í þarnæstu viku, 22. og 23. febrúar.  Til þess að það nýtist vel til hvíldar og leiks þá er mikilvægt að mæta vel í kennslustundir, taka öll próf og skila verkefnum af sér á tilskildum tíma. Bókasafnið er opið alla daga fyrir þá sem vilja nýta tímann vel og vinna í næði að verkefnum vikunnar.

Gangi ykkur öllum vel!

 

Hér má sjá bréf sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum fyrr í dag.