Upplýsingar úr skólastarfi - bréf frá skólameistara

Upplýsingar úr skólastarfi - bréf frá skólameistara

Tíminn flýgur áfram og nú skólastarfið á vorönn 2021 um það bil hálfnað. Miðannarmat var birt á INNU á föstudaginn var og biðjum við nemendur og foreldra/forráðamenn að kynna sér það mjög vel.

Fjarvistayfirlit verður sent út í dag og í framhaldinu munu umsjónarkennarar hafa samband við sína nemendur, ef eitthvað er. Einnig hefst valvika í dag, mánudaginn 8. mars, sjá allar nánari upplýsingar á heimasíðu.

Breytingar hafa orðið á skólastarfinu í kjölfar nýrrar reglugerðar, sóttvarnarhólfin lögð niður og borðum fjölgað í matsal. Við höldum áfram grímuskyldu og reynum að tryggja sóttvarnir eins og best við getum.

Ákveðið hefur verið að halda rýmingaræfingu á skólahúsinu á næstu vikum en nemendur verða látnir vita af því fyrirfram. Margir upplifa óþægindi vegna yfirstandandi jarðhræringa og fyllast jafnvel kvíða og í því samhengi bendum við á myndband sem skólinn lét gera í samstarfi við Sálfræðihúsið í Hafnarfirði um hvað kvíði er og hvert nemendur geta leitað þurfi þeir aðstoð af einhverju tagi.

Hér má sjá myndbandið: https://www.youtube.com/watch?v=3qGCNoBECbM. 

Félagslíf nemenda hefur töluvert tekið við sér að undanförnu. NFF hélt söngkeppni nýlega og streymdi úr Bæjarbíói. Þar fór Unnur Elín Sigursteinsdóttir með sigur af hólmi í jafnri og harðri keppni. Morfís lið NFF keppti svo í gærkvöldi gegn Menntaskólanum á Egilsstöðum og fór með sigur af hólmi og er því komið í undanúrslit keppninnar. Leikfélagið okkar frumsýnir svo nýtt leikverk fimmtudaginn 25. mars, Drop out, og mun auglýsa það vel þegar nær dregur.

 

Það er óhætt að segja að það sé líf og fjör í Flensborg þessa dagana og þannig viljum við hafa það!

Hér má lesa bréf sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum á föstudaginn var.