Flensborg er eTwinning skóli

Flensborg er eTwinning skóli

Flensborgarskóli hlaut á dögunum nafnbótina eTwinning skóli 2021 – 2023. Nafnbótina hlutu þrír aðrir skólar á Íslandi, en 2935 skólar víðs vegar um Evrópu hlutu nafnbótina í ár. Hinir skólarnir hér á landi eru Verzlunarskóli Íslands, Hrafnagilsskóli og Grunnskóli Vestmannaeyja. 

Að gerast eTwinning skóli er liður í skólaþróun. Skólinn fær tækifæri til að mynda tengsl við aðra eTwinning skóla í Evrópu og hefur aðgang að námskeiðum og vinnustofum sem eykur þannig möguleika og tækifæri til starfsþróunar fyrir kennara og skólastjórnendur. Þar að auki eflast bæði nemendur og starfsfólk í notkun upplýsingatækni og alþjóðasamstarfi. Við erum því afar stolt af því að vera hluti af öflugu evrópsku neti eTwinning skóla.