Útskrift Flensborgarskólans: Mikilvægar upplýsingar

Útskrift Flensborgarskólans: Mikilvægar upplýsingar

Brautskráning nemenda fer fram föstudaginn 28. maí klukkan 14:00. Athöfnin fer fram í Hamarssal, sal skólans, og mun hún taka u.þ.b. eina og hálfa klukkustund með myndatöku að athöfn lokinni. Útskriftarefni eru beðin um að mæta í síðasta lagi klukkan 13:45 og ganga beint til sætis í salnum. Við minnum á æfingu með útskriftarefnum á fimmtudaginn klukkan 17:00 en afar mikilvægt er að mæta þar sem farið verður yfir allt sem snertir athöfnina sjálfa.

 

Vegna sóttvarnarreglna og fjöldatakmarkana er því miður ekki hægt að bjóða gestum en þess í stað verður athöfninni streymt beint á Facebook-síðu skólans. Að athöfn lokinni er hægt að hitta nýstúdenta á torginu fyrir framan skólann og fagna með þeim og taka myndir.  

 

Við sendum kærar kveðjur til útskriftarefna og aðstandenda þeirra og vonum að útskriftardagurinn verði bjartur og fagur.