Önnin hafin

Önnin hafin

Skólastarfið fór vel af stað og mikil gleði ríkti í skólanum þessa fyrstu daga á nýrri önn. Töflubreytingum er formlega lokið og vonandi eru allir í áföngum við hæfi. Áfram höldum við að fylgjast vel með tölvupóstinum og á INNU því eins og áður hefur verið sagt geta hlutirnir breyst hratt og snöggar breytingar orðið á skólastarfi.

Nokkur atriði sem vert er að minna á í byrjun annar:

  • Nemendaþjónustan leiðbeinir nemendum og styður við þá í námi. Hægt er að bóka viðtalstíma hjá námsráðgjöfum skólans á heimasíðu skólans.
  • Öll útskriftarefni þurfa að bóka tíma hjá námsferilsstjóra svo hægt sé að fara yfir námsferla og þar með staðfesta útskrift í desember.
  • Mötuneytið er á sínum stað en þó háð fjöldatakmörkunum eins og áður. Áfram er þó boðið upp á léttan og aðgengilegan kost.
  • Bóksalan verður opin í frímínútum eitthvað fram eftir vikunni. Nemendur sem þurfa bók sem seld er þar eru hvattir til að bregðast við og nálgast bækurnar hið fyrsta.
  • Nýtt ritver fer af stað í vikunni og þar geta nemendur fengið leiðbeiningar og ráðgjöf við fræðileg skrif sem og leiðsögn um vinnubrögð og frágang verkefna.
  • Veikindaskráningar fara fram í INNU. Ef foreldrar tilkynna veikindi þarf ekki að staðfesta þau frekar en ef nemandi tilkynnir veikindi sjálfur þurfa foreldrar að staðfesta þau með viðeigandi vottorði eða með staðfestingu læknis.
  • Athugið að enn er mikilvægt að tilkynna COVID-19 smit beint til skólastjórnenda/skrifstofu líkt og verkferlar á heimasíðu skólans staðfesta.

Áfram minnum við á góðar sóttvarnir og minnum á góða umgengni í stofum og matsal skólans.

 

Hér má lesa bréf sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum fyrr í dag