Office 365


Nemendur og starfsmenn eru skráðir í Office 365, kerfi frá Microsoft. Á slóðinni www.office.com geta nemendur skráð sig inn með aðgangsorðinu kennitala@nff.is(notið ykkar eigin kennitölu) og lykilorði sem þeir fá úthlutað. Þar geta þeir hlaðið Office-vöndlinum inn á allt að 5 tölvur, hafa aðgang að OneDrive, OneNote, Teams, myndbandasvæði o.fl. 

 1. Fara inn á office.com í netvafra að eigin vali.
 2. Smella á "Sign in"  og skrifa þar inn ykkarkennitala@nff.is og smella á next
 3. Skrifa næst inn lykilorðið sem ykkur var úthlutað (talið við umsjónarmann tölvumála eða skrifstofu ef ykkur vantar lykilorð)
 4. Það þarf að hafa 2 factor authentication fyrir office umhverfið, það kemur upp gluggi sem segir ykkur að ná í authenticator appið en það er líka hægt að velja að nota annað authenticator app eins og google authenticator eða þá "I want to set up a different method" og þá er hægt að velja "phone", veljið ísland úr listanum og stimplið inn númerið ykkar. 
 5. Veljið hvort að þið viljið fá kóða sendan í sms eða að það sé hringt í ykkur, stimplið svo kóðan inn í reitinn.
 6. þegar þið eruð komin inn á office.com er hnappur uppi hægra megin sem er "install office", smellið á hann og veljið fyrsta valkostinn.
 7. við það byrjar OfficeSetup.exe að hlaðast niður, veljið "Run" sem birtist eða smellið á OfficeSetup.exe.
 8. Næst byrjar ferli sem office leiðir ykkur í gegnum, veljið Yes í þeim valkostum sem birtist og leyfið office að hlaðast inn á tölvuna ykkar.
 9. Þið munið sjá framfarastiku (loading bar) sem sýnir hversu mikið er búið af uppsetningunni. leyfið henni að klárast og þá er þetta komið!

 

Varðandi flutning í Menntaskýið

Athugið að ekki endilega þarf allt að eiga við um ykkur, smellið á bláu hlekkina til að fá leiðbeiningar fyrir stuðning um eftirfarandi efni. 

Við inngöngu í Menntaskýið þá þarf að huga að eftirfarandi atriðum:

 1. skrá inn Fjölþátta auðkenning(Multi Factor Authentication)
 2. Aftengja og tengja aftur OneDrive
 3. skrá sig út og inn í Teams
 4. Aðgengi í Tölvupóst
 5. Aftenging á school or work account ef það á við.
 6. Endurvirkja Office 365 innskráningu í INNU
 7. Skrá inn á office.com og finna gögn