Valleiðbeiningar fyrir haustönn 2021

Valleiðbeiningar fyrir haustönn 2021  - Dagskóli

Opið frá 08.mars til 17. mars. 

Veljið önn H2021

Innsláttur í Innu

Áfangar í boði fyrir haustönn 2021

Eðlilegast er að skoða brautina sem þú ert á og velja þann áfanga sem næstur er ef um langar keðjur er að ræða, s.s. íslensku, ensku, og stærðfræði. Ekki er verra að klára dönskuna á fyrsta árinu og fyrsta áfangann í íþróttum sem er HLSE1AH02 eftir að þú hefur lokið honum geturðu valið úr fjölda áfanga í heilsueflingu.

Skoðaðu rækilega brautalýsinguna þína það fer eftir brautum hvaða stærðfræði þú velur. Þar geturðu lesið um innihald allra áfanganna (Þú smellir á áfanganúmerið).

Hér eru áfangarnir sem eru í boði á önninni. Hér er svo áætlun um framboð á næstu önnum Þar geturðu séð hversu oft og hvenær áfangar sem þig langar að taka, eru kenndir.

Brautarkröfuna þína sérðu í Innu (undir „Námsferill“). Kjarnaáfangarnir eru efst. Þá þarftu að taka alla, en athugaðu, ekki endilega áður en þú ferð dýpra í ákveðnum greinum..

Svo þarftu að velja þriðja tungumál. Það má byrja á því á 2. önn. Allavega er almennt talið betra að nemendur ljúki dönsku áður en þeir byrja á 3. tungumáli. 

Við mælum með að þú sækir excelyfirliti yfir brautina þína og merkir inn áfangana sem þú ert búin(n) með og ætlar að taka næst. Þetta skjal finnur þú neðst á síðu brautarlýsingar 

Hér eru þrjár hjálparmyndir sem sýna leiðina í gegnum íslenskunaenskuna og stærðfræðina og fleira sem gott er að skoða : Ýmsar áfangaupplýsingar

Ef þú vilt ljúka náminu á 3 árum, þarftu að fá fulla stundatöflu á hverri önn. Því er mjög mikilvægt að þú veljir sex áfanga, og íþróttir  (og ef þeim er lokið þá á að velja 7 áfanga) og bætir svo a.m.k. tveimur varavalsáföngum við. Annars er ekki tryggt að þú fáir nóg nám inn í töfluna þína! Athugaðu að þú getur ekki vistað valið inn ef það vantar varavalið. 

Hér eru svo leiðbeiningar um hvernig þú velur í Innu. Velja rétta önn H2021

Þú smellir á námsferill - annir og þá áttu að sjá alla áfangana fyrir næstu önn í nýjum dálki.

 

Nemendur á starfsbraut velja áfanga með umsjónarkennara sínum á brautinni.