Kórsöngur

Kórinn hefur starfað um langt skeið og er ósmissandi þáttur í lífi skólans. Hann kemur fram við hefðbundin tækifæri eins og til dæmis skólaslit en starfar þó fyrst og fremst á eigin forsendum, þar sem hann skipuleggur starf sitt, prógram og tónleikahald að eigin frumkvæði og vilja. Stjórnandi kórsins er Hrafnhildur Blomsterberg.

Kórinn hefur ferðast víða, bæði innanlands og utan og komið fram við ýmis tækifæri. Hann hefur einnig gefið út fjölda geisladiska með fjölbreyttri tónlist. 

Söngur í kór Flensborgarskólans er einingabær og má nota sem hluta stúdentsprófsins.