KÓRS 2SÖ05 - Sjálfstæði og öryggi, 3. áfangi - leið A
Viðfangsefni: Söngur og öryggi
Lýsing: Í áfanganum öðlast nemendur öryggi sem sjálfstæðir söngvarar, þeir geta sungið sína rödd í fjölradda söng í blandaðri uppstillingu og sungið stuttar einsöngsstrófur. Nemendur hafa öðlast nokkuð vald á nótnalestri og geta lesið einfaldar línur af blaði. Nemendur öðlast þjálfun í partitúr-lestri, þ.e. geta fylgst með því sem aðrar raddir syngja, t.d. í fjölradda (pólýfónískum) tónsmíðum. Nemendur þekkja og geta sungið helstu tónbil. Nemendur þjálfast áfram við þátttöku í þeim fjölbreyttu verkefnum sem kórinn tekur sér fyrir hendur. Kórinn æfir tvisvar til þrisvar í viku í tvo tíma í senn. Æfingabúðir eru haldnar eina helgi á hverri önn. Kórinn kemur fram við ýmis tækifæri, heldur tónleika, syngur við brautskráningarathafnir í skólanum og heldur reglulega í söngferðalög, bæði innlands og utan. Allir kórfélagar taka þátt í undirbúningi ferða, s.s. með fjáröflun o.fl.
Forkröfur: KÓRS2RÞ05
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- fjölbreyttri framsetningu kórnótna
- mismunandi atriðum nótnalestrar, s.s. einföldum tónbilum, hljómum og rytma
- grunnatriðum hljómagangs, s.s. grunnhljómum, forhljómum og undirforhljómum
- fjölbreyttum gerðum tónstyrksmerkinga og breytinga á tónstyrk
- öðru fjölbreyttu táknmáli nótnaskriftar, s.s. stakkató, fermata, glissando o.s.frv.
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- greina einfaldan klassískan hljómagang
- fylgja meira krefjandi ómstríðum laglínum af nótum og öðlast byrjunarleikni í lestri formerkja (lækkunar- og hækkunar)
- syngja sig saman í hljóm með öruggri inntónun og öryggi í eigin rödd
- greina villur í röddum sér óöruggari söngvara
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- njóta fegurðar samsöngs
- meta gildi tónlistar sem listgreinar
- þroska með sér smekk fyrir kórtónlist eftir mismunandi tónlistarstefnum
- skynja ábyrgð sína sem leiðandi söngvara í hópi byrjenda